Fréttasafn  • meniga

23. nóv. 2012

Frumkvöðlafyrirtæki útnefnd til verðlauna

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga sigraði í flokki íslenskra fyrirtækja í þremur flokkum í frumkvöðlasamkeppni Norðurlanda, Nordic Start-up Awards. Meniga var útnefnd sprotafyrirtæki ársins, hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á alþjóðlegum markaði auk þess sem Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hlaut nafnbótina stofnandi ársins.

Sambærileg verðlaun voru einnig veitt í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Sigurvegarar hvers lands fyrir sig koma til álita við val á fyrirtæki ársins á Norðurlöndum. Mörg þekkt fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni. Má þar nefna DataMarket á Íslandi, Podio í Danmörku, Spotify og iZettle í Svíþjóð.

Alls voru flokkarnir 10, en þeir sem hlutu einnig útnefningu voru eftirfarandi:

  • Besti nýliðinn: StreamTags
  • Nýsköpunarfyrirtæki sem hefur náð fjármögnun: Remake Electric
  • Nýsköpunarfyrirtæki sem ekki hefur fengið neina fjármögnun: FAFU
  • Þjónustuaðili fyrir nýsköpunarfyrirtæki: Innovit
  • Fagfjárfestir: Eyrir Invest
  • Nýsköpunar blaðamaður: Lilja Dögg Jónsdóttir
  • Hönnuður ársins: Vík Prjónsdóttir

Lokaathöfn og verðlaunaafhending fer fram 7. desember í Kaupmannahöfn, en þar gefst þeim sem voru útnefndir færi á að koma fram og kynna verkefnin.