Fréttasafn  • völundur

28. nóv. 2012

Völundur – sjónvarpsþættir um nýsköpun í iðnaði

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir gerð fimm forvitnilegra og fjölbreyttra sjónvarpsþátta um nýsköpun og þróunarstarf í íslenskum iðnaði í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson og kvikmyndafyrirtækið Lífsmynd. Leitað var fanga hjá sextán fyrirtækjum í afar ólíkum iðngreinum, allt frá kaffi- og ullariðnaði til tölvu- og véltæknigreina.

Þættirnir eru sýndir á Rúv á mánudögum kl. 18.25 og endursýndir á miðvikudögum og sunnudögum.