Fréttasafn



  • undirskrift 10. des. 2012

11. des. 2012

Mat opinberra verkkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum

Undirrituð var yfirlýsing í gær þann 10. desember 2012 af Framkvæmdasýslu ríkisins, Samtökum iðnaðarins, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Vegagerðinni um hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum. Verkkauparnir lýsa því jafnframt yfir að þeir muni vinna í samræmi við ákvæði þessa skjals í útboðum á þeirra vegum. Mati opinberra verkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum er ætlað að tryggja að verktakar búi yfir þeirri tæknilegu og fjárhagslegu getu sem nauðsynleg er.

Opinberir verkkaupar munu í útboðsgögnum setja fram samræmdar kröfur til bjóðenda um skil á upplýsingum og öðrum gögnum með tilboðum til staðfestingar á hæfi. Þær upplýsingar eru grundvöllur hæfismatsins. Mat opinberra verkkaupa á við um þau verk sem eru útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup og þau verk sem falla undir útboðsskyldu skv. innkaupareglum sveitarfélaga

Mynd frá undirrituninni, talið frá vinstri, er af Hreini Haraldssyni, vegamálastjóra, Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg, Óskari Valdimarssyni, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Hér er hægt að nálgast skjalið um mat opinberra verkkaupa á hæfi bjóðenda.