Mat á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingareglugerðar kynnt á opnum fundi í dag
Meðal þess sem fjallað er um á fundi á Grand Hótel Reykjavík í dag er kostnaðaraukning sem fylgir nýjum mannvirkjalögum og byggingareglugerð en lögin og reglugerðin voru ekki kostnaðargreind áður en þau voru sett á þó kveðið sé á um það í lögum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt Búseta látið óháðan aðila gera kostnaðargreiningu. Um talsverða aukningu er að ræða, en hvert prósentustig til hækkunar hefur gríðarleg áhrif á markaðinn sem er í lamasessi eftir hrunið.
Gerð var grein fyrir niðurstöðunni á fundinum í dag og skýrsla lögð fram. Skýrsluna má nálgast HÉR
Dagskrá fundar:
- Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins
- Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
- Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélagsins
- Magnús Sædal, formaður félags byggingafulltrúa
- Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI
Að fundunum standa Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag byggingarfulltrúa.