• EVE-online

12. des. 2012

Kínversk útgáfa EVE Online

Í gær kom út kínversk útgáfa fjölspilunarleiks CCP EVE Online. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, við endurútgáfu og markaðssetningu leiksins fyrir Kínamarkað.
 

 Í tengslum við útgáfu EVE Online í Kína í samvinnu við TianCity, og velgengni nýjustu viðbótar leiksins, Retribution, sem kom út í síðustu viku, hefur CCP slegið nýtt met í fjölda áskrifenda EVE Online. Í fyrsta sinn í níu ára sögu leiksins hefur fjöldi áskrifenda hans farið yfir 450.000.

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is sem lesa má hér.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.