Fréttasafn  • Ríkiskaup

4. des. 2009

Ríkiskaupum gert að auglýsa á nýjan leik útboð á matsölu til starfsmanna Landspítala

Í dag komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup f.h. Landspítalans skyldi gert að auglýsa á nýjan leik útboð á matsölu til starfsmanna Landspítala.

Ríkiskaup höfðu tekið þá ákvörðun að undangengu útboðinu að ganga til samninga við Sælkeraveislur ehf., sem var næstlægstbjóðandi í útboðinu. Jafnframt var tilboði lægstbjóðanda, Sláturfélags Suðurlands svf. (SS) vísað frá.

Samtök iðnaðarins kærðu niðurstöðu útboðsins f. h. SS og gerðu m.a. þær kröfur fyrir kærunefndinni að sú ákvörðun Ríkiskaupa að velja tilboð Sælkeraveislna ehf. yrði felld úr gildi og Ríkiskaupum yrði gert að bjóða matsölu til starfsmanna Landspítala út á nýjan leik.

Fallist var á kröfur SS í málinu og var það jafnframt álit kærunefndarinnar að Ríkiskaup væri skaðbótaskylt gagnvart SS.

Sjá hér úrskurð kærunefndar útboðsmála 4. desember 2009 (pdf-skjal)