Fréttasafn



  • Akur_50_ara

1. des. 2009

Trésmiðjan AKUR 50 ára

Trésmiðjan AKUR á Akranesi hélt upp 50 ára afmæli fyrirtækisins í nóvember með veislu þar sem starfsfólk, eigendur og fyrrum stofnendur fyrirtæksins fögnuðu tímamótunum.

Akur var stofnað árið 1959. Verkefni Akurs hafa alla tíð verið afar fjölbreytt m.a. hefur fyrirtækið byggt á annan tug fjölbýlishúsa á Akranesi auk margra annarra stórra sem smárra verkefna. Nú hin síðari ár hefur aðalstarfsemi fyrirtækisins verið framleiðsla á íbúðarhúsum - timbureiningahúsum og sumarhúsum, auk ýmissa þjónustuverka í trésmíði.

Trésmiðjan Akur hlaut snemma á þessu ári viðurkenningu um C-vottun Samtaka iðnaðarins og er vinnur nú markvisst að því að ná næsta skrefi, B-vottun, í vottunarferli SI.