Fréttasafn  • Prósentumerki

16. des. 2009

SA mótmæla rökum fyrir nýju þrepi í VSK

Margir standa í þeirri trú að lækkun virðisaukaskatts á matvæli feli í sér lífskjarajöfnun þrátt fyrir að opinber gögn sýni fram á allt annað. Með lækkun svokallaðs „matarskatts" árið 2007 var ráðist í eina dýrustu og óskilvirkustu aðferð sem hægt er að hugsa sér til lífskjarajöfnunar. Lægra þrep virðisaukaskatts var þá lækkað úr 14% í 7% en það jákvæða við þá breytingu sem þá var gerð var að öll matvæli og drykkjarvörur voru skattlagðar í sama þrepi.

Áætlað er að hver prósenta í neðra þrepi VSK skili ríkissjóði nú 1,5 milljarði króna í skatta og hefur því þessi skattalækkun numið 10,5 milljörðum króna á núvirði. Áætla má að ríflega þriðjungur upphæðarinnar hafi runnið til þess fjórðungs heimila sem hafði hæstar tekjurnar og innan við fimmtungur til tekjulægsta fjórðungsins.

Sjá umfjöllun SA hér.