Fréttasafn



  • LA_logo

3. des. 2009

Launafl með C-vottun

Launafl ehf. hefur náð þeim árangri að fá C- vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslum í öryggis- og heilbrigðismálum. Samhliða úttekt vegna C-vottunar var gerð forúttekt á þrepi B sem vekur væntingar um að ekki líði á löngu þar til Launafl ehf. verði komið með B- vottun.

Launafl er þriðja fyrirtækið sem nær þessum árangri.

Ásgrímur Ásgrímsson, gæða- og öryggisstjóri Launafls er ánægður með hvernig til hefur tekist og samstarfið við SI hafa verið uppbyggjandi og fræðandi frá fyrsta degi. „Þetta vottunarferli er mjög spennandi á allan máta og gerir alla vinnu skilvirkari. Rekjanleiki gagna er orðin einfaldari og þessar vottanir hafa komið á föstum verklagsreglum sem við höfum samkvæmt C-vottun tileinkað okkur“. Ásgrímur segir Launafl vinna í sérstöku umhverfi en Alcoa fjarðaál er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. „Regluverkið í kringum það er mikið og það er að stórum hluta gæðakerfinu að þakka að gengur nú hnökralaust fyrir sig“.  

Launafl ehf sem hlaut D – vottun Samtakanna í júní á þessu ári var stofnað árið 2006 af 6 öflugum iðnfyrirtækum á Austurlandi.

Aðaltilgangur félagins var fyrst og fremst að þjónusta Alcoa Fjarðaál í Fjarðabyggð á sviði rafviðgerða , málmsmíði og vélaviðgerða.
Starfsemi félagsins hefur breyst mikið frá stofnun þess frá því að vera eins konar hattur fyrir þau aðildarfélög sem stofnuðu félagið í það að vera orðið öflugt iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð sem getur boðið upp á flesta þá þjónustu sem iðnfyrirtæki þarf að inna af hendi.

Starfsmannafjöldi Launafls hefur aukist frá stofnun félagins úr nokkrum starfsmönnum í það að vera 110 talsins í byrjun árs 2009.