Um 79% af bókatitlum prentaðir á Íslandi
Prentstaður íslenskra bóka
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2009. Mikil fjölgun hefur orðið á prentun titla innanlands frá síðasta ári eða um 26% prósentustig. Um er að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998.
Heildarfjöldi bókatitla er 673 í Bókatíðindunum í ár en var 710 árið 2008.
Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði:
- Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 178; 163 (92%) eru prentaðar á Íslandi og 15 (8%) prentaðar erlendis.
- Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 191; 170 (89%) prentuð á Íslandi og 21 (11%) prentuð erlendis.
- Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 155; 120 (77%) prentaðar á Íslandi og 35 (23%) prentaðar erlendis.
- Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 149; 76 (51%) prentaðar á Íslandi og 73 (49%) prentaðar erlendis.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2008:
Árið 2009 Fjöldi titla %
Ísland 529 78,6Asía 63 9,4Evrópa 47 7,0önnur norðurlönd 34 5,0Samtals 673 100% |
|
Sjá skýringamyndir yfir hlutfall og fjölda prentaðra íslenskra bóka 1998-2009.
Upplýsingar um prentstað íslenskra bóka: