Fréttasafn  • COP 15

17. des. 2009

Ísland undir viðskiptakerfi ESB

Ráðherraráð ESB samþykkti á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn að Íslands verið með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Auk þess var ákveðið að að hefja samningaviðræður um nákvæma útfærslu samkomulagsins. Ísland mun því fylgja ákvörðunum ESB um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda, leggja fé til þróunarríkja eins og aðildarríki ESB og taka upp markmið um að auka nýtingu endurnýjanlegrar orku.

Þetta skiptir miklu máli fyrir stóriðjuna sem við þetta fer inn í viðskiptakerfi Evrópusambandsins og nýtur sömu réttinda og sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Þar sem útstreymisheimildir orkufreks iðnaðar á Íslandi fást í framtíðinni úr sameiginlegum útstreymisheimildum Íslands og ESB verður íslenska ákvæðið svokallaða væntanlega óþarft þó vart sé unnt að gefa það eftir að fullu fyrr en búið er ganga formlega frá samningi við ESB.

Sjá nánari umfjöllun á vef SA.