Fréttasafn



  • SS Byggir

10. apr. 2013

SS Byggir hlýtur D-vottun

SS Byggir ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegn um stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Fyrirtækið var stofnað 16. mars 1978. Verkefnin fyrstu árin voru aðallega einbýlishús og raðhús og starfsmenn 4 – 6. Um miðjan 9. áratuginn var svo ráðist í byggingu 54 íbúða sölublokkar við Hjallalund. Þetta var langstærsta verkefni sem SS Byggir hafði ráðist í og í fyrsta skipti sem byggt var bílastæðahús á Akureyri.

Eftir 1990 og fram til dagsins í dag hefur verið meira um stærri framkvæmdir eins og skóla, sjúkrahús, íþróttahús og skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þessar stóru framkvæmdir hafa kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun.

Umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist, þar starfa nú um 50 manns auk fjölda undirverktaka.