Fréttasafn



  • Stjórn Málarameistarafélagsins 2013

29. apr. 2013

Bjarni Þór Gústafsson kjörinn formaður Málarameistarafélagsins

Ný stjórn Málameistarafélagsins var kjörin á aðalfundi þess fyrr í þessum mánuði. Nýr formaður var kjörinn Bjarni Þór Gústafsson.

Nýja stjórn skipa þeir Engilbert Valgarðson, meðstjórnandi , Ásgeir Freyr Björgvinsson, ritari, Bjarni Þór Gústafsson, formaður, Ólafur G. Höskuldsson, gjaldkeri, og Þorkell Ingi Þorkelsson, varaformaður.

Á fundinum kom fram að fundarmenn væru almennt jákvæðir varðandi verkefnastöðu sumarsins og sammála um að vitundarvakning hafi orðið hjá almenningi um að kaupa þjónustu frá félagsmönnum Málarameistarafélagsins, ekki síst vegna Meistaradeildar og ábyrðarsjóðs Samtaka iðnaðarins