Fréttasafn



  • Saebjugu-supa-valin-best

24. apr. 2013

Sæbjúgusúpa valin best

Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun. Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 (Ecotrophelia).

Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Helga Franklínsdóttir og Sigríður Hulda Sigurðardóttir nemendur við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands sigruðu í Ecotrophelia Iceland að þessu sinni en þær framleiddu og hönnuðu vöruna Hai Shen sem er sæbjúgasúpa og er ætlunin að markaðssetja súpuna á Kínamarkað. Súpan fékk afburða dóma er varðar bragð, útlit, þróun og ekki síst hve umhverfisvæn framleiðslan er.

Ecotrophelila Iceland er haldin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Samtökum iðnaðarins.

Þess má að lokum geta að sigurvegarar keppninnar munu fara með vöruna í Evrópukeppni Ecotrophelia í Köln í október.

Nánari umfjöllun fréttamiðla má finna á:

Vísi.is

Ruv.is

Mbl.is