ISS þjónustar starfsfólk Landspítala Háskólasjúkrahúss
Þann 1 desember sl. tók Veitingasvið ISS við rekstri matsala starfsmanna LSH. Þar eru afgreiddar um 22.000 máltíðir á mánuði í 10 stofnunum. ISS mun leggja áherslu á að þróa og endurbæta þjónustuna í samstarfi við starfsfólk LSH en einnig er fyrirhugað að auðvelda aðstandendum aðgang að matsölum sem er liður í bættri þjónustu hjá LSH.
Á Íslandi starfa yfir 700 manns hjá ISS, um allt land. Þjónusta ISS er afar fjölbreytt og skiptist í fjögur meginsvið: ræstingar, veitingasvið, fasteignaumsýslu og stoðþjónustu.
Á veitingasviði ISS starfa um 30 manns. Starfsemin er í Reykjavík, á Austurlandi og á Grundartanga.
Sjá nánar á vefsíðu ISS.