Fréttasafn



  • Nýsköpun á aðventunni

3. des. 2010

Matvælafyrirtæki kynna íslenskt góðgæti um helgina

Nýsköpun á aðventunni

 

Íslenskir matvælaframleiðendur taka höndum saman í tilefni af Ári nýsköpunar og kynna fyrir landsmönnum íslenska matvælaframleiðslu laugardaginn 4. desember nk.

Ölgerðin, Jói Fel og Gæðabakstur/Ömmubakstur bjóða landsmönnum heim, fræða gesti um starfsemina og bjóða upp á veitingar. Kynning verður á jólamat og drykk í Vetrargarðinum Smáralind þar sem kjötiðnaðarmeistarar úrbeina hangikjöt sem verður gefið mæðrastyrks­nefnd til úthlutunar fyrir jólin. Kaffi­brennslur taka á móti gestum á meðan starfsmenn þeirra pakka jólakaffinu sem síðan ratar inn á heimili landsmanna og í bakaríum verður tekið á móti gestum með kaffi og smákökum.

Sjá dagskrá 

Senn líður að jólum og hver getur hugsað sér jólin án íslenskra matvæla? Hangikjöt og laufabrauð, flatkökur, smákökur, hamborgarhryggur, grænar baunir, rauðkál, kók og malt og appelsín. Þeim fer fækkandi sem matreiða frá grunni, hnoða laufabrauðsdeigið, sækja hangikjötið út í reykkofa eða sjóða niður grænar baunir. Íslenskur matvælaiðnaður hefur leyst þessi heimilisstörf af hólmi.

Svo er fagþekkingu, nýsköpun og þróun í íslenskum matvælaiðnaði fyrir að þakka að við getum notið hefðbundins jólamatar með takmarkaðri fyrirhöfn.

Laugardagurinn 4. desember verður helgaður kynningu á íslenskri matvælaframleiðslu, annars vegar í fyrirtækjunum sjálfum og í Vetrargarði Smáralindar.