Fréttasafn



  • B-vottun Akur

15. des. 2010

Þrjú fyrirtæki bætast í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI

Þrjú fyrirtæki bættust í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI í haust. GT tækni og Trésmiðjan Akur hafa hlotið B vottun og Blikksmiðja Guðmundar D vottun.

Ferdinand Hansen hjá SI afhenti Bolla Árnasyni, framkvæmdastjóra GT tækni og Teiti Stefánssyni framkvæmdarstjóra, Stefáni Örlygssyni, yfirverkstjóra og Halldóri Stefánssyni verkefnastjóra hjá Akri B vottunina.   

Þrjú fyrirtæki hafa þá hlotið B vottun en Launafl fékk vottunina síðastliðið sumar. B vottun staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi verkfundum, ítarlegum starfslýsingum, góðri skipulags- og eftirlitsáætlun, ásamt mikilli sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum. Með vottuninni eru uppfylltar að öllu leyti kröfur opinberra verkkaupa um gæðatryggingu í útboðum til verklegra framkvæmda.

Blikksmiðja Guðmundar hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar SI og hlotið D vottun og hefur þar með sýnt fram á að verklag, sem byggist á grundvallaratriðum góðrar stjórnunar, viðgangist í daglegum rekstri fyrirtækisins. Sævar Jónsson tók við vottuninni fyrir hönd blikksmiðjunnar.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.

D-vottun Blikksmiðja Guðmundar  B-vottun GT tækni