Fréttasafn



  • Prentun

1. des. 2010

Um 71% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

Prentstaður íslenskra bóka

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2010. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 71% prósentustig en dragast saman um 8 prósentustig milli ára. Árið 2009 var um að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998 eða um 79 prósentustig en í ár er um næsthæsta hlutfall að ræða.

Heildarfjöldi bókatitla er 710 í Bókatíðindunum í ár en var 673 árið 2009 og árið 2008 var fjöldi bókatitla 710.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Þar kemur fram að stór hluti barnabóka er prentaður erlendis en það er m.a. vegna þess að samprent er algengt í útgáfu barnabóka þar sem prentað er sameiginlega fyrir mörg lönd.

Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði:

  • Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 198; 148 (75%) eru prentaðar á Íslandi og 50 (25%) prentaðar erlendis.
  • Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 186; 175 (94%) prentuð á Íslandi og 11 (6%) prentuð erlendis.
  • Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 123; 100 (81%) prentaðar á Íslandi og 23 (19%) prentaðar erlendis.
  • Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 203; 84 (41%) prentaðar á Íslandi og 119 (59%) prentaðar erlendis. 

Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2009:

 

Árið 2010  Fjöldi titla 
 Ísland 507   71,4 
 Asía 103   18,3 
 Evrópa  73  10,3
 Samtals  710 100 
 
 
Árið 2009  Fjöldi titla 
 Ísland 529   78,6 
 Asía  63   9,4
 Evrópa  81  12,0
 Samtals  673 100
 

Upplýsingar um prentstað íslenskra bóka: