• Stjórn SUT kjörin 2010

2. des. 2010

Hilmar Veigar Pétursson kjörinn formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var kjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun. Hilmar Veigar var sitjandi formaður en hann tók við formennsku í febrúar af þáverandi formanni, Þórólfi Árnasyni.

Nýr stjórnarmaður, Jón Kristjánsson, var kjörinn til tveggja ára og þá voru þau Daði Friðriksson og Sigrún Eva Ármannsdóttir endurkjörin til næstu tveggja ára. Jón Ingi Björnsson var kjörinn til stjórnarsetu til eins árs en hann sat áður í stjórninni. Fyrir sitja í stjórninni þeir Stefán Jóhannesson og Guðmar Guðmundsson en þeir voru kjörnir í fyrra til tveggja ára.

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt undir Samtökum iðnaðarins en innan SUT eru á sjötta tug fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði með á annað þúsund starfsmönnum.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.