Fréttasafn



12. jún. 2013

Bútur hlýtur D - vottun

Pípulagningaþjónustan Bútur ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Bútur var stofnuð í júní árið 1990 af Þorgrími Magnússyni pípulagningarmeistari og eiginkonu hans Rögnu Þórarinsdóttur.

Fyrstu árin unnu eingöngu eigendur við fyrirtækið en starfsmönnum fjölgaði fljótt og hafa þeir verið mest sautján talsins.

Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt. Með góðan mannauð, aðstöðu og mikið af tækjum og búnaði er Bútur vel í stakk búið til að sinna hvers kyns pípulagnaverkefnum.