Fréttasafn28. apr. 2015 Iðnaður og hugverk

Alþjóðlegt átak - Stelpur og tækni

Girls in ICT Day er hluti af alþjóðlegu átaki og haldið undir nafninu Stelpur og tækni. Þetta er í annað sinn sem við hér á Íslandi tökum þátt með því að bjóða 100 stelpum í 9. bekk á vinnustofur í Háskólanum í Reykjavík og í fyrirtækjaheimsóknir. Að þessu sinni verður farið í fjögur öflug upplýsingatæknifyrirtæki, Tempo, Meniga, Betware og Mentor. Þar fá stelpurnar höfðinglegar móttökur þar sem tæknikonur fyrirtækjanna segja þeim frá sinni reynslu, kynna fyrirtækið og leyfa stelpunum að spreyta sig á skemmtilegu verkefni.

Skipuleggjendur dagskrárinnar er Háskólinn í Reykjavík, Skýrslutæknifélag Íslands og Samtök iðnaðarins.