Trefjar hljóta D-vottun
Trefjar ehf. hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.
Trefjar var stofnað árið 1978 og hefur megin framleiðslan alla tíð verið vörur úr trefjaplasti. Trefjar eru í eigu sömu fjölskyldunnar og stóð að stofnun félagsins fyrir 37 árum. Frá upphafi hafa Trefja framleitt yfir 400 báta af ýmsum stærðum og gerðum, mikinn fjölda af fiskeldiskerjum og nokkur þúsund heita potta sem prýða fjöldann allan af heimilum og sumarhúsum um allt land.