Mikil tækifæri í leikjaiðnaði
Kauphöllin í samvinnu við IGI – Samtök leikjaframleiðenda, stóð fyrir frumsýningu heimildarmyndarinnar Gameloading – Rise of the Indies í Bíó Paradís í gærkvöldi. Sýningin var í tengslum við Slush PLAY Reykjavík.
Heimildarmyndin fjallar um heim óháðra (e. indie) leikjaframleiðanda og fylgst með nokkrum framleiðendum og er m.a. rætt við Davíð Helgason frá fyrirtækinu Unity.
Ólafur Andri Ragnarsson stjórnarmaður IGI og Betware bauð gesti velkomna og fjallaði um tækifærin í leikjaiðnaði. Sagði hann heildarvirði leikjaiðnaðarins í kringum 100 milljarðar USD og færi ört vaxandi. „Leikjaiðnaðurinn á Íslandi veltir 12 milljörðum íslenskra króna. En á bak við þá tölu eru rúmlega 500 störf, sem þýðir mikinn skalanleika. Með því að virkja hugvitið erum við ekki að ganga á náttúruauðlindir. Við erum ekki að ofveiða fiskinn okkar eða traðka á óspilltri náttúrunni. Við þurfum fleiri leikjafyrirtæki. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði eitt helsta leikjaframleiðslusvæðið í heiminum. Leikir snúast um sögur og hér kunnum við að búa til sögur,“ sagði Ólafur Andri.“
IGI - Samtök leikjaframleiðenda starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.