Fréttasafn7. sep. 2015 Iðnaður og hugverk

Technology Fast 50

Stefnumót við fjárfesta frá þremur heimsálfum

Þeir sem taka þátt í Fast 50 verkefni Deloitte á Íslandi eiga möguleika á að fara á Deloitte Entrepreneur Summit í Dallas þann 5. nóvember næstkomandi.

Þar verða um 100 mismunandi fjárfestahópar saman komnir frá Ameríku, Evrópu og Asíu auk ríflega 100 stjórnenda fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum og annara sérfræðinga.

Deloitte, SI, FKA og NMÍ munu bjóða sigurvegurum Fast 50 og Rising Star til Dallas þar sem þeir geta átt fundi með allt að sjö til tíu fjárfestingahópum. Þá verða haldnar pallborðsumræður tengdar fjárfestingum, fjármagnsmörkuðum og fleira.

þetta er því einstakt tækifæri fyrir sigurvegarana til að skapa verðmætar tengingar víðs vegar um heiminn.

Skráningarfrestur rennur út 21. september.

Nánari upplýsingar á www.fast50.is