Tryggingagjald lækki um 1%
Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við Fréttablaðið í dag.
Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka.
Hér má sjá viðtalið við Almar í heild.