Fréttasafn7. sep. 2015 Orka og umhverfi

Umhverfisdagur atvinnulífsins - skráning hafin

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi.

Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, fjallar um ábyrga nýtingu auðlinda og hagsmuni atvinnulífsins, Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur ræðir um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur fjallar um þorskinn, pólitíkina, söguna og vísindin síðustu 40 árin.

Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem  Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Hægt er að senda inn tilnefningar á sa@sa.is til 9. september. Sjá nánari upplýsingar um verðlaunin .

Fundarstjóri er Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri.

Fjölbreyttar málstofur
Seinni hlutinn þ.e. frá kl 10.15-12 verður helgaður málstofum aðildarsamtaka SA þar sem boðið verður upp metnaðarfulla dagskrá sem sjá má hér að neðan.

Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána kl. 8.30-10 eða á allan daginn en þá verður jafnframt að velja eina málstofu.

Málstofa SAF:

Er íslensk ferðaþjónusta meðvituð um áhrif sín á náttúruna?
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Hvernig lágmarka ferðaþjónustufyrirtæki umhverfisspor sitt?
Ósk Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Hálendisferða

Einar Bollason, stjórnarformaður Íshesta

Virði náttúrunnar fyrir heilsu og vellíðan ferðamannsins
Páll Jakob Líndal,  doktor í  umhverfissálfræði

Pallborð þátttakenda.

Málsstofustjóri er Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent við HÍ. 

Málstofa SI:

Fyrirtæki skapa lausnir

Tölum um umbúðir
Stefán Hrafn Hagalín, markaðs-  og mannauðsstjóri Odda

Verðmæti úr úrgangi
Sunna Wallevik, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Grænar kaffibaunir frá býli í bolla
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs

Viðskiptatækifæri í grænni tækni
Egill Másson, fjárfestingarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Málstofustjóri er Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI.

Málstofa SFS

Lengi tekur sjórinn við
Svavar Svavarsson, viðskiptaþróun HB Granda.

Virðisauki úr náttúrunni 
Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdarstjóri Primex

Salt – nýtt eða endurnýtt?
Einar Lárusson, vöruþróun Þorbjörns

Hreinsun frárennslis og endurunnin olía
Páll Scheving, framleiðslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja

Málstofustjóri er Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdarstjóri SFS

Málstofa SFF

Áskoranir framtíðarinnar-mikilvægi umhverfismála fyrir fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög.
Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð

Heildun – samfélagsstefna Íslandsbanka.
Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar

Frá pappír til varahluta – Sjóvá
Málstofustjóri er Hildur Grétarsdóttir, gæðstjóri hjá Verði

Málstofa Samorku:

Umhverfissýn á tímum loftslagsbreytinga
Guðni Elísson, prófessor við HÍ

Veituþjónusta og matvælaframleiðsla
Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis

Mat á sjálfbærni
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar

Málstofustjóri er Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri RARIK

Málstofa SVÞ

Samfélagsábyrgð til framtíðar
Erla Jóna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs hjá Ölgerðinni

Olía og önnur orka á tímum breytinga
Magnús Ásgeirsson , innkaupastjóri eldsneytis hjá N1

Er ekki bara hollt að láta sig vanta ...?
Margrét Pála Ólafsdóttir, stjórnarformaður Hjallastefnunnar

Málstofustjóri er Lárus M.K. Ólafsson, lögmaður hjá SVÞ

SKRÁNING