Fréttasafn



18. sep. 2015 Iðnaður og hugverk

Er tæknifólk skapandi?

 

Er tæknifólk skapandi? var umræðuefni á fyrsta fundi í fundaröðinni Lunch Code sem Samtök upplýsingatæknifyrirtækja standa fyrir þriðja hvern fimmtudag í vetur.

Svarið er já. Við búum öll yfir hæfileika til að skapa á okkar hátt að sögn Dóru Ísleifsdóttur, Listaháskóla Íslands sem lagði fram umsókn sína um starf í UT fyrirtæki fyrir sína hönd og nemenda sinna við LHÍ í gær.

Pétur Orri Sæmundsen brautryðjandi og framkvæmdastjóri Kolibri sagðist aldrei ætla að starfa hjá fyrirtæki sem ekki væri með hönnuð í þverfaglegu teymi. Hann mælti einnig með þeirri þróun að hafa hönnuð í framkvæmdastjórn því fjölbreytileiki í stjórn fyrirtækja er vænleg leið til árangurs samkvæmt nýjustu rannsóknum.

Dj Flugvél og Geimskip spilaði skemmtilega tónlist og sagði frá tölvuleik sem hún hefur verið að þróa og kallaði eftir aðstoð um forritun. Sem hún og fékk með tengingu við réttan aðila úr iðnaðnum.

Fundurinn var vel sóttur og greinilega mikil gróska í iðnaðinum. Næsti fundur verður haldinn 22. október.

Hér má sjá umfjöllun mbl.is um fundinn