Fréttasafn



8. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn í Málningarvinnu Carls á Akranesi

Fulltrúi SI heimsótti félagsmann SI Carl Jóhann Gränz hjá Málningarvinnu Carls á Akranesi fyrir skömmu. Carl sem er stjórnarmaður í Málarameistarafélaginu rekur alhliða málningarþjónustu og sprautuverkstæði að Ægisbraut 11 á Akranesi. Það var Þorgils Helgason viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI sem kíkti í kaffibolla og spjall upp á Skaga. 

Carl er að flytja inn málningu, lökk og fleira ásamt því að vera umboðsaðili Slippfélagsins á Akranesi. Málningarvinna Carls hóf störf 1998 sem fjölskyldufyrirtæki með feðgunum Carli Berg og Carli Jóhanni Gränz. Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni en bæði afi og langafi Carls Jóhanns voru málarameistarar. Til gamans má geta þess að sonur Carls Jóhanns hefur hafið störf hjá fyrirtækinu.

Carl og Þorgils.

File