Fréttasafn



8. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki

Heimsókn í Málningarvinnu Carls á Akranesi

Fulltrúi SI heimsótti félagsmann SI Carl Jóhann Gränz hjá Málningarvinnu Carls á Akranesi fyrir skömmu. Carl sem er stjórnarmaður í Málarameistarafélaginu rekur alhliða málningarþjónustu og sprautuverkstæði að Ægisbraut 11 á Akranesi. Það var Þorgils Helgason viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI sem kíkti í kaffibolla og spjall upp á Skaga. 

Carl er að flytja inn málningu, lökk og fleira ásamt því að vera endursöluaðili fyrir Flugger og Sérefni. Málningarvinna Carls hóf störf 1998 sem fjölskyldufyrirtæki með feðgunum Carli Berg og Carli Jóhanni Gränz. Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni en bæði afi og langafi Carls Jóhanns voru málarameistarar. Til gamans má geta þess að sonur Carls Jóhanns hefur hafið störf hjá fyrirtækinu.

Carl og Þorgils.

File