Léttir að slakað sé á kröfum CRR III en fyrirsjáanleiki skiptir miklu
Rætt er við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, í Viðskiptablaðinu um CRR III þar sem hún segir að það sé ákveðinn léttir að búið sé að slaka á kröfunum um eigið fjárframlag verktaka í framkvæmdalánum. „Þetta er þó bara í tvö ár. Það er margt sem getur gerst á þeim tíma. Við vonumst auðvitað til þess að Seðlabankinn framlengi þessa heimild.“ Hún segir að öll óvissa sé auðvitað óþægileg og vonast hún til þess að það verði áfram beitt skynsemi í þessum málum. „En þetta er mikill léttir á þessum tímapunkti en við þurfum líka að sjá lengra fram í tímann,“ segir hún og bætir við að fyrirsjáanleiki skipti miklu máli í fjárfestingum. „Framlenging á þessari heimild þarf að vera skýr og unnin tímalega.“
Viðskiptablaðið, 16. desember 2025.

