Fréttasafn



18. des. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Léttir að slakað sé á kröfum CRR III en fyrirsjáanleiki skiptir miklu

Rætt er við Jóhönnu Klöru Stefáns­dóttur, sviðs­stjóri mann­virkja­sviðs SI, í Viðskiptablaðinu um CRR III þar sem hún segir að það sé ákveðinn léttir að búið sé að slaka á kröfunum um eigið fjár­fram­lag verk­taka í fram­kvæmdalánum. „Þetta er þó bara í tvö ár. Það er margt sem getur gerst á þeim tíma. Við vonumst auðvitað til þess að Seðla­bankinn fram­lengi þessa heimild.“ Hún segir að öll óvissa sé auðvitað óþægi­leg og vonast hún til þess að það verði áfram beitt skyn­semi í þessum málum. „En þetta er mikill léttir á þessum tíma­punkti en við þurfum líka að sjá lengra fram í tímann,“ segir hún og bætir við að fyrir­sjáan­leiki skipti miklu máli í fjár­festingum. „Fram­lenging á þessari heimild þarf að vera skýr og unnin tíma­lega.“ 

Viðskiptablaðið, 16. desember 2025.