Fréttasafn



22. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki

Fulltrúar SI á ferð um Vestfirði

Þeir Þorgils Helgason viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, Kristján Daníel Sigurbergsson framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka og Pétur Halldórsson formaður Samtaka rafverktaka voru á ferð um Vestfirði í síðustu viku. Þeir heimsóttu meðal annars bæjarskrifstofuna í Bolungarvík þar sem þeir fengu að heyra af metnaðarfullu uppbyggingarplani bæjarins. Í Bolungarvík hefur verið blómlegur tími síðastliðin ár eftir áralanga niðursveiflu. Nú er svo komið að engin fasteign er laus í bænum og þá borgar sig að byggja fyrir nýja bæjarbúa. Það voru þeir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri og Finnbogi Bjarnason byggingarfulltrúi sem tóku á móti þeim.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Kristján, Þorgils, Jón Páll, Finnbogi og Pétur.

Þá heimsóttu þeir einnig Rafskaut á Ísafirði. Áttu þeir gott samtal við eigendur og starfsfólk. Rafskaut sinnir miklu og fjölbreyttu starfi á Ísafirði og nágrenni. Í samtali við Einar Ágúst Yngvason löggiltan rafverktaka og einn af eigendum Rafskauts kom fram að fyrirtækið sinnir fjölbreyttu starfi á Ísafirði og nágrenni fyrir breiðan hóp viðskiptavina og að meðal starfsmanna eru 6 nemar í rafvirkjun. Á myndinni eru Pétur, Einar Ágúst og Kristján í starfstöð Rafskauts.