Fréttasafn



12. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Kalla eftir hækkun á endurgreiðslu vsk af vinnu iðnaðarmanna

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins telur nauðsynlegt að bregðast við aukinni eftirspurn eftir svartri atvinnustarfsemi og vill koma á framfæri skýru ákalli til stjórnvalda um að hækka hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts til að styðja við heilbrigðari starfsumhverfi í mannvirkjagerð. Þetta segja Jón Sigurðsson, formaður Meistaradeildar SI, og Pétur H. Halldórsson, varaformaður Meistaradeild SI, í grein á Vísi. Þeir segja að með því að hækka endurgreiðsluna munu stjórnvöld bæta skattheimtu af greininni og um leið auka neytendavernd á markaðnum. Áður hafi þessi leið sýnt góðan árangur sem hafi margþætt jákvæð áhrif fyrir mismunandi hagaðila á markaði og aukna fagmennsku.

Hér er hægt að lesa grein þeirra Jóns og Péturs í heild sinni.

Vísir, 12. janúar 2026.