Fréttasafn



13. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

94 nemendur útskrifaðir hjá Rafmennt

Rafmennt útskrifaði meistaranema, nemendur í kvikmyndatækni og afhenti sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica 19. desember.  Alls útskrifuðust 94 nemendur við þetta tilefni.

Sveinsbréf voru afhent til 50 nemenda, þar af voru 49 í rafvirkjun og 1 í rafeindavirkjun. Af þeim sem hlutu sveinsbréf voru 6 konur, sem að mati Rafmenntar markar mikilvægan áfanga í áframhaldandi eflingu fjölbreytni og jafnréttis innan rafiðngreina.

Auk þess útskrifuðust 15 nemendur úr námi í kvikmyndatækni, 29 nemendur úr meistaraskóla rafvirkja og 1 nemandi lauk námi bæði úr meistaraskóla rafvirkja og rafeindavirkja. 

Við athöfnina voru einnig veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófum.

Nánar á vef Rafmenntar.

611661249_122244187304534641_2092996395675812035_n
612061728_122244187322534641_5349016766710973172_n
611724380_122244187316534641_4084962041908237713_n
611724380_122244187520534641_6061155924802920172_nKristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, afhenti Aniku Ýr Jóhannsdóttur viðurkenningu fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafvirkjun. Hún hlaut að gjöf AVO-mæli frá Smith & Norland, veittan af Samtökum rafverktaka.