Fréttasafn



14. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafverktaka á Norðurlandi

Ný stjórn Félags rafverktaka á Norðurlandi (FRN) var kosin á aðalfundi félagsins sem fór fram á Hótel KEA á Akureyri 8. janúar. Fjölmennt var á fundinum og voru fundargerðir og reikningar samþykkt einróma. Í nýrri stjórn eru Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður, Gunnar Ingi Jónsson, gjaldkeri, Eva Dögg Björgvinsdóttir ritari, og Gunnar Valur Eyþórssson, varamaður.

Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Þá lagði Gunnar Ingi Jónsson fram reikninga félagsins fyrir árið 2024 sem voru samþykktir án athugasemda.

Aðalsteinn Þór Arnarsson situr áfram í stjórn Samtaka rafverktaka (SART) sem aðalmaður, en Gunnar Ingi Jónsson var endurkjörinn sem varamaður í stjórn SART.

Áhersla á sólarorkuver og vinnustaðaskírteini

Á fundinum var rætt um rafræn vinnustaðaskírteini frá www.veistuhvar.is og lauslega sýnt hvernig kerfið virkar. Félagsmenn njóta sérstakra kjara kjósi þeir að innleiða rafrænn innustaðaskírteinin.

Þá flutti Óskar Frank Guðmundsson, fulltrúi HMS, erindi um sólarorkuver og öryggiskröfur sem þeim tengjast. Hann lagði áherslu á að rafverktaki sem setur upp sólarorkuver verður að ganga úr skugga um hvort umfang framleiðslunnar fari yfir mörk neysluveitu yfir í að vera rafveita. Þá fór hann yfir þær viðbætur sem rafverktaki þarf að bæta við öryggisstjórnunarkerfið sitt þegar hann er að vinna við sólarorkuver.

20260108_190312-1-1-