Fréttasafn



21. jan. 2026 Almennar fréttir Mannvirki

Mikill kraftur í framkvæmdum á þessu ári

„Já, það lítur allt út fyrir það að það verði býsna mikill kraftur í framkvæmdum á þessu ári. Og sem er vel, því að það veitir svo sannarlega ekki af að efla innviði landsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í kvöldfréttum Sýnar þar sem Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræðir við hann á árlegu Útboðsþing SI sem fór fram í gær. Þar hittast verktakar landsins og helstu verkkaupar til að fá yfirlit yfir verklegar framkvæmdir og helstu útboð ársins. Samtök iðnaðarins benda á að stór verk séu að klárast hjá ríkinu, eins og nýi Landspítalinn. „Núna er rétti tíminn fyrir hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að fara að huga að næstu stóru uppbyggingarverkefnum og fjárfestingum.“ Þegar Sigurður er spurður hvar hann myndi vilja sjá þær framkvæmdir svarar hann: „Við þurfum að sjá það í vegakerfinu og við þurfum að sjá það í orkuöflun.“ 

Í fréttinni er einnig rætt við Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásbjörgu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, og Jón Heiðar Gestsson, forstöðumann framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.

Sýn, 20. janúar 2026.