10. Hvað er „framleiðslustjórnun (FPC) og hvernig er hægt að byggja hana upp?

Síða 1 - Þessi síða
Síða 2 - Hvað á FPC að innihalda?
Síða 3 - Tengslatafla

Hvað er "FPC"?

„FPC" er skammstöfun á "Factory Production Control" og sem fjallað er um í Byggingartilskipuninni með skýlausum hætti sem forsendu CE - merkingar á byggingarvörum: Í 5. kafla tilskipunarinnar stendur að til þess að framleiðandi eða birgir geti skjalfest og tryggt samræmi við kröfurnar í tæknisamþykktum eða framleiðslustöðlum verði viðkomandi að vera með framleiðslustjórnunarkerfi.

Í fylgiskjali 3 (sem er staðfesting á samræmi varðandi tækniútfærslur) með byggingavörutilskipuninni er fjallað um FPC með eftirfarandi hætti. (Tilvitnunin er á ensku til að ekki sé hætta á misskilningi vegna þýðingar.)

"In the Directive, factory production control means the permanent internal control of production exercised by the manufacturer. All the elements, requirements and provisions adopted by the manufacturer shall be documented in a systematic manner in the form of written policies and procedures. This production control system documentation shall ensure a common understanding of quality assurance and enable the achievement of the required product characteristics and the effective operation of the production control system to be checked".

Frekari umfjöllun um "Factory Production Control" (FPC) er ekki að finna í tilskipuninni.
Aðalmarkmið með kröfum um FPC, er að tryggja.:

  1. að framleiðslan sé í samræmi við kröfurnar til CE-merkinga

  2. að það sé skjalfest

Það fer síðan eftir tegund framleiðslunnar hversu mikið tillit þarf að taka til hinar svokölluðu „grunnkrafna" í tilskipuninni (Sjá CE gátlista, Skref 5: Hvaða grunnkröfur hafa áhrif á mína framleiðslu?) ?) Kröfur kunna að vera gerðar um óvilhalla utanaðkomandi vöktun og vottun á framleiðslukerfi fyrirtækisins. Slíkt krefst að farið sé yfir framleiðslukerfið og kröfurnar með tilliti til tiltekins framleiðslustaðals. Samkvæmt byggingavörutilskipuninni skal tilnefndur fagaðili annast slíka vöktun og vottun. Slíkur aðili er t.d. Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og fram hefur komið eru ekki gerðar sérlega nákvæmar kröfur um FPC í tilskipuninni. Til að ráða bót á þessu hefur Framkvæmdastjórn ESB útbúið leiðbeiningu, ("Guidance Paper B") þar sem er að finna betri leiðbeiningar um FPC-kerfi.

Á næstu síðu: „Hvað á FPC að innihalda?," verður farið betur ofan í saumana á þessum leiðbeiningum og (ráðleggingum. Þar hefur efnisinnihaldi "Guidance Paper B" verið raðað upp með öðrum hætti sem gerir úrvinnslu auðveldari og rökréttari. Þar er einnig að finna tengslatöflu með tengingu á milli krafnanna í "Guidance Paper B" og kaflans „Hvað á FPC að innihalda?" Þetta getur komið sér vel þegar nauðsynlegt er að sýna fram á hvar tilteknum kröfum í FPC- kerfinu er fullnægt. Auk þess inniheldur tengslataflan tillögur að uppbyggingu FPC- handbókar. (Útdráttur úr gæðahandbók fyrirtækisins er varðar gæðatryggingu tiltekinnar CE- merkingar.)

Að lokum skal lögð áhersla á að eiginlegar framleiðslukröfur til tiltekinnar byggingavöru koma fram í framleiðslustaðlinum og fylgiskjölum honum tengdum.

Dæmi

Aftur í gátlista

Næsta siða »Skjalastjórnun

Skjal nr: 12338                      Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 30. júní 2004

 
Copyright © 2006 ce-byg