4. Hvað er byggingavara?

Byggingavörutilskipunin (Tilskipun Framkvæmdaráðs ESB 89/106/EB frá 21. des 1988 um innbyrðis samræmingu laga og reglna aðildarlandanna um byggingavörur) skilgreinir byggingavörur í kafla 1, grein1, lið 2 sem:„? Vara sem er framleidd með það fyrir augum að verða varanlegur hluti af hvers konar byggingaframkvæmdum, er í reglugerð þessari einnig nefnd „vara“

Þessi skilgreining virðist skýr og nákvæm. Samkvæmt tilskipuninni eru gólfteppi og gardínur ekki byggingavörur en sement og gluggar eru hinsvegar ótvírætt byggingavörur. Engin regla er þó án undantekninga. Til dæmis hefur verksmiðjuframleidd steypa verið skilgreind eins og vara sem liggur utan við tilskipunina þar sem í mörgum aðildarlöndum er mestur hluti steypu ekki á markaði en þess í stað framleidd á afmörkuðum byggingarstað. Þessa framleiðslu á því ekki að CE – merkja enda hefur ekki verið útbúinn samræmdur staðall hvað hana varðar. Þess í stað skal framleiða steypu í öllum aðildarlöndum CEN í samræmi við sama evrópska framleiðslustaðalinn og skjalfesting á eiginleikum skal fara fram með prófunum samkvæmt sömu evrópskum prófunarstöðlum.

Samkvæmt Byggingavörutilskipuninni hefur byggingavöruframleiðandi tvo mánuði til að ganga úr skugga um að sú vara, sem hann framleiðir, sé byggingarvara og hana eigi þar með að CE-merkja.

  1. Ef evrópskur framleiðslustaðall finnst fyrir viðkomandi vöru eða slíkur er í vinnslu (sjá CE gátlista, Skref 6: Er til samræmdur staðall fyrir mína framleiðslu?) og hann inniheldur viðauka sem nefnist „anneks ZA” (sjá CE gátlista, Skref 9: Hvað þýðir anneks ZA?) er hægt að ganga að því sem vísu að framleiðslan sé byggingarvara samkvæmt tilskipuninni.

  2. Ef framleiðandi getur fundið framleiðslu sína undir einu af útgefnum umboðum (sjá CE gátlistann, Skref 3: Hvaða umboð (mandat) fjallar um mína framleiðslu?) er einnig ástæða til að ætla að um sé að ræða byggingavöru samkvæmt tilskipun.

Einnig er að sjálfsögðu hægt að snúa sér til yfirvalda (Neytendastofa) eða samþykktaraðila (RB, BSI) sem búa yfir þeirri þekkingu sem þörf er fyrir. (Sjá CE gátlista, Skref 12: Vilt þú vita meira.)

Dæmi
Aftur í gátlista


Skjalastjórnun
Skjal nr: 12260                       Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004

 
Copyright © 2006 ce-byg