4. Hvað er byggingavara? - Dæmi

Byggingarvara er vara sem er framleidd með það fyrir augum að hún verði varanlegur hluti af hvers konar byggingarframkvæmdum, þó ekki burðarvirki.

Algengar vörur, sem falla undir byggingavörutilskipunina, eru m.a.

  • Járnavara, millilegg, gaddaplötur og sléttar gataplötur

  • Steypurör og -brunnar

  • Borðaklæðningar

  • Botnfallstankar

  • Brunnlok

  • Fingurskeytt tréburðarvirki

  • Tréburðarvirki

  • Línumöstur

  • Límtré

  • Herðir í límum, lökkum o.fl.

  • Fíngerð steypublanda

  • Olíu- og fituskiljur

  • Plaströr

  • Verksmiðjuframleiddar sperrur

  • Íblöndunarefni í steypu- og múrblöndur

  • Timburblandaðar plötur

  • Timbureiningar - Verksmiðjuframleiddar vegg-, gólf- og þakeiningar

  • Trégólf

  • Gluggar, hurðir og þakgluggar

Dæmi um byggingarvörur sem falla ekki undir byggingavörutilskipunina er t.d.:

  • Múrhræra, sem er löguð á byggingarstað með því að blanda sementi við önnur íblöndunarefni, er hluti af verkinu. Bæði sementið og íblöndunarefni skulu vera CE-merkt en ekki sjálf hræran sem er löguð á staðnum. Þetta þýðir að múrsteinninn á að vera CE-merktur en ekki sjálft múrverkið sem er samsett úr byggingarvörum, múrsteini og múrhræru.

    Aftur í gátlista

Skjalastjórnun
Skjal nr: 12260                    Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004


Copyright © 2006 ce-byg