7. Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?

Hvað er vottun (staðfesting) á samræmi?
Áður en CE-merkja má vöru þarf að fara yfir tiltekna þætti og staðfesta skriflega að varan sé rétt hönnuð, örugg og í samræmi við staðla, lög og reglur. Oft er lokastaðfestingin undirskrift á svokölluðu samræmisvottorði (EuroCenter, 3. december 2002: http://www.eurocenter.info, side 1).


Vottunarferli og framleiðslustjórnun

Samræmdir staðlar og evrópsk tæknisamþykki innihalda leiðbeiningar um hvernig framleiðendur og birgjar geta sýnt fram á að eiginleikar byggingavörunnar standist kröfur í tilteknum staðli eða tæknisamþykki.

Samkv. Byggingarvörutilskipuninni, Kafla V, grein 13, lið. 3a þurfa allar byggingavörur að vera framleiddar samkvæmt skjalfestu framleiðslustjórnunarkerfi óháð því hvaða vottunarferli Framkvæmdastjórnin hefur ákveðið varðandi framleiðslu eða framleiðsluflokk (Sjá CE gátlista, Skref 2: Fellur mín framleiðsla undir Byggingavörutilskipunina?)


Forsendur fyrir ákvörðun um erfiðleikastig vottunar
Framkvæmdaráð ákveður erfiðleikastig vottunar út frá tilmælum frá byggingaráði (Det Stående Byggeudvalg). Erfiðleikastig vottunar varðandi tiltekna framleiðslu eða framleiðsluflokk kemur fram í viðeigandi umboði, samræmdum staðli eða tæknilýsingum. (Sjá CE gátlista, Þrep 9: Hvað þýðir anneks ZA?)

Áherslur fyrir tiltekna vöru eða vöruflokk er ákveðnar út frá:

þýðingu vörunar miðað við grunnkröfur, sérstaklega varðandi:

1. heilbrigði og öryggi

2. notkunarsviði vörunnar

3. hvernig breytingar á eiginleikum vörunnar koma fram við notkun

4. hversu miklar líkur er á að mistök verði við framleiðslu vörunnar.

Í öllum tilvikum skal velja hagkvæmustu aðferðina að því tilskildu að fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna. (Byggingavörutilskipunin, Kafli V, grein 13, liður 4.)

Mismunandi áherslur varðandi ákvörðun um erfileikastig vottunar
Vekja skal athygli á að flestar framleiðslutilskipanir eru mismunandi miðað við Byggingavörutilskipunina. Það felst í að Framkvæmdastjórnin velur tiltekið ferli af þeim möguleikum sem dæmi eru um í fylgiskjali III.

Sex erfiðleikastig til að votta samræmi
Vottunarkerfið fyrir tiltekna byggingarvöru er ákveðið með tillit til öryggissjónarmiða.

Samspilið milli þess sem framleiðandinn og vottunaraðilinn eiga að gera kemur fram í eftirfarandi yfirliti.

Í CE gátlista, Skref 7: Hvaða köfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?
Dæmi
ð er listi yfir ýmsar byggingavörur sem falla undir mismunandi ferla varðandi samræmisvottun.

Hvað er samræmisvottun?
„Það er yfirlýsing sem sá, sem ber ábyrgð á CE-merkingunni, gefur. Að lágmarki skal það vera ótvíræð lýsinu á framleiðslunni, borin saman við lýsingu ESB-tilskipunarinnar sem framleiðslan á að fylgja, upplýsingar um framleiðanda, dagsetning og undirskrift. ” (EuroCenter, 3. december 2002: http://www.eurocenter.info , side 1)

Oft er samræmisvottorð frá ábyrgðarmanni síðasta aðgerðin áður en byggingarvara er CE-merkt.

(Sjá CE gátlista, Skref 1: Hvað er CE-merking og hver er tilgangurinn með henni?)

Þær sértæku kröfur sem felast í samræmisvottun fyrir byggingavöru koma fram í fylgisskjali III með Byggingavörutilskipuninni, kafla 4.3 ásamt anneks ZA í hinum samræmda staðli fyrir framleiðsluna. Ýtarlegri upplýsingar um CE samræmisvottun er að finna í Guidance Paper D, CE Marking Under The Construction Products Directive, sjá http://europa.eu.int/comm/enterprise/construction/internal/guidpap/d.htm

Dæmi um samræmisvottun er að finna undir (Sjá CE gátlista, Þrep 9: Hvað þýðir anneks ZA?).

Dæmi
Aftur í gátlista


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12186                 Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004


Copyright © 2006 ce-byg