5. Hvaða grunnkröfur hafa áhrif á mína framleiðslu?

Svonefndar grunnkröfur innihalda nauðsynleg atriði til að verja hagsmuni samfélagsþegnanna. 
Grunnkröfurnar eru lögbundnar. Það er eingöngu leyfilegt að markaðssetja framleiðslu sem stenst þær kröfur. Grunnkröfunum skal beitt að því er varðar áhættu sem felst í notkun vörunnar 

Byggingavörur, kröfur og túlkunarskjöl 

Byggingavörur má aðeins markaðssetja ef þær hafa þá eiginleika sem þarf til að uppfylla lágmarkskröfur viðkomandi staðals. Þær skulu gæddar eiginleikum sem tryggja að bygging standist eina eða fleiri af „grunnkröfunum” í tiltekinn, fjárhagslega hagkvæman líftíma.

Grunnkröfurnar eru upphaflega skráðar í svokölluð „túlkunarskjöl” sem fagfólk hefur samið að frumkvæði Framkvæmdarstjórnar ESB. Stuðst er við grunnkröfurnar þegar Framkvæmdastjórnin óskar eftir að útbúin séu tækniákvæði hjá CEN og EOTA.
Tækniákvæðin geta verið:

Túlkunarskjölin gegna því hlutverki að vera skýringaskjöl þar sem grunnkröfur eru skýrðar ítarlegar. Þau eru nýtt við staðlagerð til að semja viðmiðunarreglur um Evrópska tæknisamþykkt eða við mat sem leitt getur til viðurkenningar á tækniákvæðum aðildarríkjanna.


Grunnkröfurnar
Í byggingavörutilskipuninni kafla 1. grein 3, lið 1 segir: „Grunnkröfur” sem gerðar eru til mannvirkja geta haft áhrif á hvort tæknilegir eiginleikar vöru náist fram. Ein, fleiri eða allar þessar kröfur geta átt við og þeim skal fullnægt í tiltekinn hagkvæman líftíma mannvirkisins.

Grunnkröfurnar í tilskipuninni skilgreina lágmarkskröfur til bygginga eða mannvirkis og flokkast samkvæmt eftirfarandi köflum. (Sjá CE gátlista, Skref 12: Vilt þú vita meira ? Túlkunarskjöl.

Grunnkröfurnar varða:

  1. Burðarþol og stöðugleika

  2. Varnir gegn eldsvoða

  3. Hollustu, heilsu og umhverfi

  4. Öryggi við notkun

  5. Hávaðavarnir

  6. Orkusparnað og hitaeinangrun

Að auki eru kröfur um endingu framleiðslunnar.

Meginreglan er sú að framleiðsla skal varða minnst eitt atriði í reglunum. Það segir sig sjálft að einangrunarefni varðar varnir gegn eldsvoða, orkusparnað og hitaeinangrun en frárennslisrör fellur undir allt aðra þætti í grunnreglunum.

Tengingin milli grunnkrafnanna og byggingavörunnar kemur vanalega fram í samræmdum staðli eða í Evrópsku tæknisamþykki. (sjá CE-gátlista, Skref 6: Er til samræmdur staðall fyrir mína framleiðslu? )

Dæmi
Aftur í gátlista




Skjalastjórnun

Skjal nr: 12184                      Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 12. febrúar 2004


Copyright © 2006 ce-byg