3. Hvaða ,,umboð” (mandat) fjallar um mína framleiðslu?

Án tilskipunar er ekki hægt að CE- merkja byggingarvöru. Byggingavara verður ekki CE- merkt án samræmds staðals og enginn staðall verður til án umboðs

Hvað er umboð?
Í Byggingarvörutilskipuninni, kafla II grein 7 lið. 1 og 2 segir: „Til að auka gæði samræmds staðals vegna vöru skal Evrópska staðlaráðið vinna staðlana út frá umboði sem Framkvæmdastjórn ESB gefur út fyrir þá að fara eftir. Með þessum hætti eru útbúnir staðlar sem eftir aðstæðum skal líta á sem lámarkskröfur til vörunnar með tilliti til grunnskjalanna.”

Sérhvert umboð á grundvelli Byggingavörutilskipunarinnar tekur til eins framleiðslusviðs eða „-fjölskyldu” og leiðbeinir um útfærsluna á samræmda staðlinum sem á m.a. að tryggja að hann taki á einni eða fleirum af svo kölluðum „grunnkröfum” og að þeim verði fullnægt með ásættanlegum hætti. (sjá CE gátlista, Skref 5: Hvaða grunnkröfur hafa áhrif á mína framleiðslu? )

Það er áríðandi að veita athygli að í umboðinu er einnig viðmið um staðfestingu á samræmi. (sjá CE gátlista, Skref 7: Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi? )


Staða
Árið 2003 var búið að gefa út samtals 32 umboð til staðlavinnu, þar með taldar þrjár viðbætur við áður fram komin umboð sem tengjast Byggingavörutilskipuninni.

Dæmi
Aftur í gátlista
Skjalastjórnun

Skjal nr: 12182             Síðast samþykkt:  31. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004

 
Copyright © 2006 ce-byg