8. Hvaða tæknilýsingar þarf að gera varðandi mína framleiðslu? - Hver staðfestir samræmi?
Því fleiri og strangari öryggiskröfur sem gerðar eru til byggingarvara því meiri verða kröfurnar um utanaðkomandi hlutdeild til að tiltekin vara fái CE-merkingu.
Kröfugrunnur
Það er vottunarþrepið, sem lýst er í umboðinu, (Sjá CE gátlista, Skref 7:
Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?) sem ákveður hver á að gera prófanir á byggingarvörum. Það er tæknilýsing (samræmdur staðall eða tæknisamþykki) sem er unnið af tæknifólki CEN sem metur hvaða eiginleika þarf að prófa. Grunnurinn að þessu mati er svokallaðar „grunnkröfur” með tilheyrandi „grunnskjölum.”
Í samræmdum stöðlum byggingavörutilskipunarinnar er að finna upplýsandi anneks (ZA) (Sjá CE gátlista, Skref 9:
Hvað þýðir anneks ZA?), þar sem taldir eru upp nokkrir af fjölmörgum fylgistöðlum staðalsins (forskrifaðir prófunarstaðlar). Til að skapa forsendur fyrir að fá að CE- merkja vöruna SKAL sýna fram á með skjalfestum hætti að þessum stöðlum hafi verið fylgt.
Skjalfesting á samræmi
Staðfesting á samræmi er vistuð í svokallaðri „tæknimöppu” sem inniheldur þau skjöl sem sýna fram á að framleiðslan sé heilsusamleg og örugg. Það geta verið prófunarskýrslur, burðarþolsteikningar, línurit, árangur ýmiss konar prófunar, notkunarleiðbeiningar, yfirlýsingar birgja og samræmisyfirlýsing. (SjáCE gátlista, Skref 7:
Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?)” (EuroCenter, Hvað er tæknileg skjalfesting, 3. desember 2002, síða 1:
www.eurocenter.info.dk )
Ábyrgð á skjalfestingu á samræmi.
Hver ber ábyrgð á að vinna tiltekna þætti við tæknilegu skjalfestinguna fer eftir umfangi og alvarleika þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru til framleiðslunnar (vottunarstig). Í CE-gátlista, Skref 7,
Hvaða kröfur eru gerðar til minnar framleiðslu varðandi staðfestingu á samræmi?), er yfirlit yfir dreifingu verkefna milli framleiðanda og tilkynnts vottunaraðila varðandi fjögur mest notuðu vottunarþrepin.
Þess ber að geta að þegar t.d. stendur að í þrepi 2+ skuli framleiðandinn sjálfur sjá um „fyrstu prófun” á vörunni er leyfilegt að fá utanaðkomandi aðila til að gera prófunina að hluta eða öllu leyti. Í framleiðslustjórnunarkerfinu (FPC) skal vera ferillýsing á hvernig framleiðandinn vottar og vaktar slíka tilraunastofu.
Skjalastjórnun
Skjal nr: | 12187 | Síðast samþykkt: | 27. október 2005 | ||
Skjalagerð: | Grein | Síðast endurskoðað: | 18. febrúar 2004 |
Copyright © 2006 ce-byg