10. Hvað á FPC að innihalda? - síða 2 af 3.

Síða 1 - Hvað er "FPC"?
Síða 3 - Þessi síða
Síða 3 - Tengslatafla

Hvað á FPC að innihalda?

Dæmi um innleiðingu framleiðslukerfis (FPC) fyrir byggingavöruframleiðanda má skipta upp í eftirtalin svið.:

  1. Innleiðing framleiðslustjórnunar

  2. Skjalfesting og skjalastjórnun

  3. Rekjanleiki

  4. Eftirlitsáætlun

  5. Mælitæki og starfsmenn

  6. Framkvæmd vöktunar og prófana

  7. Meðhöndlun frábrigða

  8. Aðkeypt vöktun og prófun

1. Innleiðing framleiðslustjórnunar

Framleiðandinn skal tryggja að framleiðslustjórnun eigi sér stað í daglegum rekstri.
Framleiðslustjórnunin skal taka til eins eða fleiri þátta af eftirtöldum þáttum í framleiðslunni:

  1. Vöktun á hráefni og íhlutum

  2. Vöktun á framleiðsluaðferðum

  3. Vöktun á fullbúinni vöru

Kröfur og áherslur, sem koma fram í tæknilýsingum (framleiðslustöðlum,) skulu vera innbyggðar í framleiðslustjórnunina þannig að tryggt sé að eftir þeim sé farið við alla þætti framleiðslunnar. Vöktunin, sem fer fram meðan á framleiðslunni stendur, skal ná til vörunnar á framleiðslustigi, framleiðsluvéla, stillinga þeirra og annarra verkfæra og mælitækja. Vöktunin skal m.a. vera sniðin að:

  • framleiðslu og –samsetningu vörunnar

  • framleiðsluferlum, aðferðum og útfærslum (sjálfvirkni, stillingartækjum, sjálfstillandi búnaði.)

  • möguleikum á frávikum og áhrifum þeirra undir framleiðslunn

Þegar kröfurnar byggjast á mikilli nákvæmni í framleiðslunni skal taka tillit til þess við ákvörðun vöktunar.
Fari lokaskoðun á vörunni ekki fram við afhendingu skal framleiðandinn tryggja að varan verði ekki fyrir skaða við pökkun og flutning þannig að hún standist upprunalegu kröfurnar við endanlega afhendingu.


2. Skjalfesting og skjalstjórnun

2.1 Skilgreining á framleiðslukerfinu
Framleiðandinn skal útfæra og viðhalda leiðbeiningum um framleiðslustjórnunarkerfið (FPC-kerfið með tilheyrandi verklagsreglum og leiðbeiningum)
Það er áríðandi að framleiðslukerfið sýni fram á að það tryggi að framleiðslan standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar.
Meðal annars að:

  1. aðferðir og leiðbeiningar vegna prófunaraðferða séu skjalfestar og þær henti viðeigandi framleiðslu og framleiðsluaðferðum

  2. aðferðirnar hafi verið innleiddar með markvissum hætti

  3. fram fari nauðsynleg skráning vegna vöktunar og niðurstöður hennar

  4. Niðurstöðurnar skal nota til að:

  • lagfæra mistök

  • lagfæra ferla sem valda mistökum

  • e.t.v. endurskoða framleiðslukerfið eða einstaka ferla og leiðbeiningar til að koma í veg fyrir mistök.

Skipurit og skilgreining á ábyrgð vegna framleiðslustjórnunar skulu vera fyrir hendi. Þessi gögn skulu uppfærð reglulega þannig að þau lýsi raunverulegum aðstæðum á hverjum tíma.

2.2 Skjalfesting á vöktun
Framleiðandinn skal skjalfesta niðurstöður úr vöktun.
Skjalfestingin skal taka til eftirtalins:

  1. lýsing á vörunni

  2. dagsetning framleiðslunnar

  3. leiðbeiningar varðandi vöktun og prófunaraðferð

  4. skráning á niðurstöðu vöktunarinnar og kröfum um niðurstöðu

  5. ályktun um hvort varan stenst kröfur

  6. ákvörðun um viðbrögð ef niðurstöður eru neikvæðar t.d. um:

  • frekari vöktun

  • breytingu á vinnsluaðferðum

  • frákast eða breytingu á framleiðslunni

  • undirskrift þess sem ber ábyrgð á vöktuninni

2.3 Skjalfesting á frábrigðavöru
Fyrir hendi skulu vera skriflegar leiðbeiningar (verklagsreglur eða vinnuleiðbeiningar) til að fara eftir þegar upp koma frábrigði til að koma í veg fyrir að varan verði seld.

Í þeim tilvikum að hætta sé á að vöktunarniðurstöður séu ekki kunnar fyrr en varan er í höndum viðskiptavinarins skal vera til verklagsregla um kvartanir.

3. Rekjanleiki

Það er á ábyrgð framleiðandans að tryggja rekjanleika vöru varðandi tæknilegar og framleiðslulegar upplýsingar allt frá innkaupum hráefnis og íhluta þar til viðskiptavinur hefur tekið við vörunni. Á hverjum tíma þarf að vera hægt að rekja framleiðsluupplýsingar um sérhverja framleiðslu eða framleiðsluröð.

Í sumum tilvikum, t.d. í „fjöldaframleiðslu" (t.d. naglar og skrúfur) er rekjanleiki út í æsar ekki gerlegur en fylgja skal kröfum í tæknilýsingum eins nákvæmlegar og hægt er til að tryggja sem bestan rekjanleika hverju sinni.

4. Vöktunar- og prófunaráætlun

Framleiðandinn skal útbúa áætlun yfir þær vaktanir og prófanir sem á að sinna.

5. Mælitæki og starfsmenn

Framleiðandi skal hafa yfir að ráða nauðsynlegum aðbúnaði, tækjum og starfsfólki til að sinna nauðsynlegri vöktun og prófunum. Þessar kröfur er hægt að uppfylla með því að kaupa þjónustuna af utanaðkomandi aðila. (Sjá lið 8.)
Framleiðandinn skal ákvarða, löggilda og viðhalda vöktunar- og prófunartækjum í góðu ástandi hvort sem þau eru í hans eigu eða ekki. Þetta er gert í því augnmiði að geta gert vaktanir og prófanir samkvæmt gefnum kröfum.

6. Hvernig fer vöktun fram?

Vöktun skal sinnt samkvæmt vöktunaráætlun. Vöktunaraðferðin skal alla jafnan eiga sér stað við framleiðsluna. Við tiltekna framleiðslu og vöktun er þó hugsanlegt að forskrifaðir eiginleikar gefi tilefni til „vöktunar eftir á." „Eftir á" prófun er hægt að nota ef sýnt verður fram á að:

Beita má óbeinu eftirliti ef hægt er að koma á skilgreindri fylgni eða tengslum og sé þess kostur, staðfestingu milli skilgreindra eiginleika X (eiginleikar sem hægt er að sýna fram á eftir á) og annarra eiginleika Y sem er auðveldara eða öruggara að mæla en eiginleika X).

Í sumum tilvikum er nauðsynlegt að vakta framleiðsluna á tilteknum áfangastöðum eða verkstöðvum. Það á að tryggja að eingöngu viðurkennd og prófuð framleiðsla haldi áfram í framleiðsluferlinum.

Ef kröfurnar gefa ekki tilefni til annars getur framleiðandinn sjálfur gert vöktunina eða prófunina en að öðrum kosti þarf að leita til tilnefnds aðila. Framleiðandi getur einnig fengið utanaðkomandi aðila til að vakta framleiðslu í sinn stað. (sjá lið 8).

Það sama gildir um vöktun og prófanir sem gerðar eru í verksmiðjunni hjá birgja eða á byggingarstað þegar það á við, samkvæmt kröfum um vöruna. Nota skal vöktunar- og prófunarbúnað samkvæmt tæknilýsingum.

7. Meðhöndlun frábrigða

Ef vöktunar- eða prófunarniðurstöður gefa til kynna að varan standist ekki kröfur skal hefja tiltekin feril í samræmi við eftirfarandi leiðbeiningu.
Tryggja skal að gölluð framleiðsla eða framleiðsluhlutar séu teknir úr umferð og greinilega merktir. Þegar mistökin hafa verið leiðrétt skal endurtaka vöktunina eða prófunina.
(Í þeim tilvikum sem frábrigðið kemur ekki fram fyrr en varan er komin í hendur viðskiptavinarins skal vera til verklagsregla varðandi meðhöndlun á kvörtun.)
Verklagsregla varðandi meðhöndlun kvartana skal vera fyrir hendi svo að unnt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana þegar frábrigði koma ekki fram fyrr en vara er komin í hendur viðskiptavina.

8. Aðkeypt vöktun og prófun

Framleiðandinn getur keypt vöktun og prófun af utanaðkomandi aðila sem hefur getu til að:

  1. beita aðferðum sem sanna að framleiðslan standist kröfur varðandi tiltekin framleiðsluþátt

  2. greina og skrá framleiðslu sem ekki stenst kröfur

  3. velja aðferð til að breyta framleiðsluferli þegar framleiðslan stenst ekki kröfur

Sá aðili eða fyrirtæki, sem tekur að sér vöktun eða prófun, skal standast kröfur sem gerðar eru til framleiðandans. ( Sjá í aðalatriðum undir lið 4, 6 og 7.)

Í kaflanum hér á undan hefur verið farið stuðst við leiðbeiningar úr Gudiance Paper B: Factory Production Control frá Framkvæmdastjórn ESB. Að lokum skal nefna sérkröfur til framleiðslustjórnunar (FPC) tiltekinnar byggingarvöru er að finna í viðeigandi framleiðslustaðli eða í sérstöku stöðluðu skjali sem honum tilheyrir .

Á næstu síðu er að finna dæmi um hvernig er hægt að vinna úr kröfum Guidance Paper B við raunverulegar aðstæður.

Dæmi

Aftur í gátlista

Næsta siða »



Skjalastjórnun

Skjal nr: 12338,2                    Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 30. júní 2004

 
Copyright © 2006 ce-byg