Iðnþing 2014 - Myndbönd frá Iðnþingi

Fullt var út að dyrum á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins. Mörg spennandi og áhugaverð erindi voru flutt og fengu góðar viðtökur gesta. Hér er hægt að horfa á upptöku af þinginu.

Fullt var út að dyrum á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins.

Mörg spennandi og áhugaverð erindi voru flutt og fengu góðar viðtökur gesta.

Á Iðnþingi var 20 ára afmæli SI fagnað og fjallað um fjölbreyttan iðnað sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs.

Flutt voru þrjú erindi um tækifærin til nýrrar sóknar og hvað þurfi til að byggja upp fjölbreytt og verðmætaskapandi atvinnulíf sem tryggir þjóðinni góð lífskjör. Þá sögðu forsvarsmenn fjögurra ólíkra iðnfyrirtækja stuttar reynslusögur sem endurspegla drifkraftinn í íslenskum iðnaði.

Hér má nálgast myndbönd af öllum erindum sem flutt voru á þinginu.

Ný sókn

Flutt voru þrjú erindi um tækifærin til nýrrar sóknar og hvað þurfi til að byggja upp fjölbreytt og verðmætaskapandi atvinnulíf sem tryggir þjóðinni góð lífskjör.

Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins fjallaði um hvað þurfi til  nýrrar sóknar og forsendubreytinguna frá því hann hóf stjórnmálastörf 1980. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis beindi sjónum að viðskiptatækifærum alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi, hvað þurfi til að þau vaxi og dafni og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP fjallaði um sóknarfæri til framtíðar.

Drifkraftur í iðnaði

Forráðamenn fjögurra ólíkra iðnfyrirtækja sögðu stuttar reynslusögur sem endurspegla drifkraftinn í íslenskum iðnaði. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks rakti hvernig stóru byggingaverktakafyrirtæki reiddi af í kreppunni. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs sagði frá því hvernig fyrirtækið hefur vaxið úr lítilli kaffibrennslu í umfangsmikla iðnaðarframleiðslu og veitingaþjónustu. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis fjallaði um vöxt í heilbrigðistækni en Kerecis er eitt þeirra fyrirækja sem hafa tækni þróað vörur úr vannýttu hráefni með nýrri. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets sagði frá því hvernig fyrirtækið hefur lagað sig að breyttum aðstæðum í áranna rás með því að leggja áherslu á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund.