Hvar á að koma íbúum fyrir á næstu árum?
Tæplega 1.400 óbyggðar samþykktar íbúðarlóðir eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem heimilt er að byggja rúmlega 7.200 íbúðir. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins sem byggir á gögnum frá Loftmyndum. Ef miðað er við að meðaltali verði 2,2 íbúar í hverri íbúð er um að ræða íbúðir fyrir 16 þúsund manns sem er langt frá þeirri áætlun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sem gerir ráð fyrir fjölgun allt að 75 þúsund manns fram til ársins 2040, þar af 30-38 þúsund manns til ársins 2025.
Í samantektinni er sett fram sú spurning hvar sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins ætli að koma íbúum fyrir á næstu árum í ljósi þessara gagna.
Hér er hægt að nálgast greiningu SI og hér er hægt að nálgast niðurstöður Loftmynda.