Fréttasafn18. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Enn er gjá á milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði

Sigurður Hannesson, framkvæmdstjóri SI, segir í Morgunútvarpinu á Rás 2 frá því að betra jafnvægi sé að myndast á húsnæðismarkaði en að enn sé gjá á milli framboðs og eftirspurnar og sveiflur á  byggingamarkaði séu miklar. „Það er enn gjá á milli framboðs og eftirspurnar. Þrátt fyrir það að það eru mikil umsvif og það er verið að byggja meira núna en verið hefur. Það er endilega ekki meira en var í kortunum í síðustu talningu, þá sáum við fram á talsverðan vöxt á næstu árum. Mesta aukningin er í Reykjavík, í Kópavogi og í Mosfellsbæ.“ 

Hann segir frá því í þættinum að tvisvar á ári fari fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins og teljui nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu, nágrannasveitarfélögum og á Norðurlandi. „Húsnæðismarkaðurinn er brotinn. Það eru brotalamir sem felast í upplýsingunum en þær felast líka í skipulaginu og hvernig þessum málum er hagað hjá ríkinu og sveitarfélögum. Sveiflur í byggingamarkaðnum eru mjög miklar. Sveiflurnar eru meiri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta auðvitað þýðir aukakostnaður.“ 

Á vef RÚV er hægt að lesa nánar um viðtalið við Sigurð á Rás 2 og hér er hægt að hlusta á þáttinn.