Fréttasafn



4. jún. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Fagnar umbótum sem auka samkeppnishæfni

Í Fréttablaðinu í dag fjallar Sighvatur Arnmundsson, blaðamaður, um yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins um að samræma enn frekar frá því sem nú er byggingarreglugerðir og staðla, auk þess kemur fram í yfirlýsingunni að stefna ætti að því að fjarlægja viðskiptahindranir til að gera fyrirtækjum auðveldara að starfa á milli landa með það að markmiði að lækka byggingakostnað. Meðal þeirra sem rætt er við er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sem segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. „Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ 

Gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði

Í fréttinni segir Sigurður að fyrirmyndir sé hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ 

Á vef Fréttablaðsins er hægt að lesa fréttina í heild sinni. 

Yfirlýsing ráðherranna

Hér er hægt að lesa yfirlýsingu ráðherranna á ensku. 

Hér er greint frá yfirlýsingunni á íslensku.