Fréttasafn18. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Skipulagsferli sveitarfélaga hægir á uppbyggingu

Á mbl.is er sagt frá því að skipu­lags­ferli sveit­ar­fé­laga hæg­i veru­lega á upp­bygg­ingu og komi í veg fyr­ir að hönnuðir  finni hag­kvæm­ari lausn­ir sem lækki bygg­ing­ar­kostnað og að fram­kvæmda­fyr­ir­tæki telji að geðþótti bygg­inga­full­trúa hafi áhrif á yf­ir­ferð hönn­un­ar­gagna. Í þessu er vísað til erindis Eyrún­ar Arn­ars­dótt­ur, viðskipta­stjóra á mann­virkja­sviði Sam­taka iðnaðar­ins, á fundi sam­tak­anna um íbúðamarkaðinn sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær. 

Þorsteinn Friðrik Halldórsson, blaðamaður, skrifar að í er­indinu hafi Eyrún kynnt niður­stöður skoðana­könn­un­ar sem lögð var fyr­ir fé­lags­menn á mann­virkja­sviði. Níu af hverj­um tíu svar­end­um nefni lítið lóðafram­boð í út­hverf­um, þétt­ingu byggðar eða há op­in­ber gjöld sem hindr­un í vegi upp­bygg­ing­ar.

Á fundinum hafi Eyrún farið yfir þá flösku­hálsa sem eru til staðar í skipu­lags­ferl­inu og nefnt dæmi um fé­lags­mann sem var að byggja íbúðar­hús­næði á þétt­ing­ar­svæði þar sem fjar­lægja þurfti ýms­ar lagn­ir. Hann hefði fengið bygg­ing­ar­leyfi í maí en þurfti fram­kvæmda­leyfi til þess að fjar­lægja lagn­irn­ar og var það ekki veitt fyrr en í sept­em­ber. 

Níu af hverj­um tíu svar­end­um í könn­un­inni töldu að strang­ir skipu­lags­skil­mál­ar kæmu í veg fyr­ir ný­sköp­un í hönn­un sem gæti lækkað bygg­ing­ar­kostnað. „Við sjá­um skipu­lags­skil­mála þar sem sér­stak­lega er kveðið á um efn­is­val, liti, áferð og kröf­ur um fjölda bíla­stæða neðanj­arðar svo dæmi séu tek­in,“ sagði Eyrún. „Staðan er því miður sú að þess­ir skipu­lags­skil­mál­ar eru mjög strang­ir og ganga raun­ar svo langt að það er nán­ast búið að hanna mann­virkið.“

Á mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni.