Fréttasafn23. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Tafir umfram lögbundna fresti hjá úrskurðarnefnd

Um áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði en nefndin skal samkvæmt lögum kveða upp úrskurði eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast frá stjórnvaldi en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu SI. Þar segir jafnframt að ein af forsendum þess að lækka byggingarkostnað og vinna á vandanum á íbúðamarkaði er að eftirlit sé skilvirkt, leikreglur séu skýrar og úrlausn ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú þegar útlit er fyrir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á landinu öllu til ársins 2040. Finna þurfi hagkvæmar leiðir til að takast á við þetta risavaxna verkefni og skila þarf íbúðum fljótt og hagkvæmt inn á markaðinn.

Hér er hægt að nálgast greiningu SI.