Fréttasafn22. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Þúsundum klukkustunda sóað í umferðartafir

Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en í greiningu samtakanna kemur m.a. fram að um 40% lengri tíma taki að ferðast úr Grafarvogi til vinnu miðsvæðis í Reykjavík en fyrir sex árum. 

Í Morgunblaðinu er rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem segir að samtökin séu ekki sannfærð um að þær vegaframkvæmdir sem nú eru til umræðu á höfuðborgarsvæðinu séu þær arðbærustu og vísar þar m.a. í hugmyndina um Miklubraut í stokk, sem talið er að mundi kosta 21 milljarð króna. Hann kallar eftir forgangsröðun í meira mæli og segir að aukna áherslu þurfi að leggja á kostnaðar- og ábatagreiningar til að meta arðsemi fjárfestinga og að út frá því sé hægt að forgangsraða framkvæmdum.

Morgunbladid-22-mai-2018

Morgunblaðið, 22. maí 2018.

Hér er hægt að nálgast greiningu Samtaka iðnaðarins.