Húsnæðis- og samgöngumál stóru málin í Reykjavík
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að stóru álitaefnin nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík virðist snúa að annars vegar skipulags- og húsnæðismálum og hins vegar að samgöngumálum. Í blaðinu segir að núverandi borgarstjórn hafi einbeitt sér að þéttingu byggðar síðustu ár, skipulagt nýbyggingar í grónu byggingarlandi í stað þess að skipuleggja ný hverfi. Höskuldur Daði Magnússon, blaðamaður, skrifar að þessi þróun virðist hafa gengið hægar en margir vilja og fyrir vikið hefur ekki reynst auðvelt að anna húsnæðiseftirspurn. Þetta snúi sérstaklega að minni íbúðum fyrir ungt fólk og þá efnaminni. Þá hafi samgöngumál verið borgarbúum sérstaklega hugleikin að undanförnu.
Haft er eftir Evu H. Önnudóttur, stjórnmálafræðingi, að stóru málin í Reykjavík séu samgöngumál og húsnæðismál auk þeirrar þjónustu sem borgin veitir, svo sem skóla- og leikskólamál.
Morgunblaðið, 24. maí 2018